Huglæg rannsókn á tómum ‘merkjun’ í kapitalísku samfélagi

Myndin er einhvers konar huglæg rannsókn á tómum ‘merkjun’ (e. signifiers) í kapitalísku samfélagi og eyðingarkraft þeirra á sálarlíf manna. Söguhetjan okkar Patrick Bateman er persónugervingur freudíska ‘dauðadrifsins’ (e. Death drive), sem getur með engu móti fundið ánægju í sínu nærsamfélagi sem starfar og virkar eingöngu út frá yfirborðsmennsku og algjöru óhófi.

‘Sjúkdómur’ (það sem Freud kallar “symptom”) hans er spegilmynd sjúkdóms samfélagsins og þess vegna virðist hún eðlileg í augum annarra ‘þátttakenda’ í kvikmyndinni. Hræðilegar manndrápshvatir Batemans eru birtingarmynd hins Lacaníska raunveruleika; hins óskiljanlega, ógnvekjandi raunveruleika sem býr handan táknrænna og ímyndaðra skipana (e. order) samfélagsins.

Táknað skipulag og firring samfélagsins

Bateman flakkar í gegnum hina táknrænu skipan, heim félagslegra strúktúra, hugmyndafræða og siðferða. Sem á mótsagnakenndan hátt gerir bæði voðalega hegðun hans mögulega og á sama tíma leynir henni.

VHS

Þetta sést einkum vel ekki bara hvernig Bateman kemur fram við fólkið í kringum sig og grímuna sem hann ber heldur er til kenning um Bateman það að hann fái ‘lánaða’ persónuleika frá bíómyndunum sem hann horfir á. Rétt áður enn hann fremur hrottalegt morð með keðjusög sjáum við hann horfa á ‘Texas Chainsaw Massacre’ með öðru auganu meðan hann gerir magaæfingar.

Lýta má á hræðileg voðaverk hans sem tilraun til þess að losna frá takmörkum hins stóra annars (e. big other), táknræns valds samfélagsins, sem virðist með öllu móti laust við einhvernskonar raunverulegt siðferðislegt innihald. Þetta er hans leið til þess að ögra hugmyndafræðilegri uppbyggingu sem var undirstaða svokallaðar ‘Wall Street’ menningar á níunda áratugnum, þar sem eins og nafn kvikmyndarinnar sem ber það nafn segir “Peningarnir sofa aldrei”. Því miður á þessi persónugerving(!) á peningum ekki aðeins heima í bókum og kvikmyndum.

What happened in 1971?

Fyrir frekari lesningu um aðdraganda Wall Street og þær miklu breytingar sem urðu þegar nútíma verðbréfamarkaðurinn tók við mæli ég með að skoða þessa síðu:

WTF Happened in 1971?

Áður en þú segir eitthvað, já, ég skil kaldhæðnina við það að það sé heil ‘merch’ búð tengd við þessa vefsíðu.

Klofna viðfangsefnið og kapítalísk firring

Bateman embodies hugmyndina á bakvið hið ‘klofna viðfangsefni’ (e. split subject) í Lacanískri sálgreiningu. Hann fasast inn og út á milli opinberrar persónu sinnar – farsæll, samkvæmur forstjóri á Wall Street – og einkasjálfs síns sem geðsjúkur morðingi. Þessi skipting sýnir rótgrónu firringuna sem kapítalismi innrætir einstaklingnum þegar hann hvetur þá stöðugt til að identifya við óviðunandi, hugsjónasamri mynd sinni (hið Lacaníska ‘Ideal-I’) sem býr undan siðferðis.

Þráhyggja hans fyrir vörumerkjum og félagslegri stöðu sinni gefur til kynna visst flækjustig hans á sviði hins ‘ímyndaða’, stigi birtingarmyndar hans og (outward) útlits. Þessi þráhyggjukennda ástríða hans endurspeglar fetishism á vörum í kapítalísku samfélagi, sem leiðir til þess sem Slavoj Žižek kallar oft ‘Kapítalískt raunsæi’ (e. Capitalist realism), þar sem enginn annar valkostur á sér stað en sá að búa í og taka þátt í kapítalísku samfélagi.

Less Than Zero

Þetta eru ekki fyrstu kynni Brett Easton Ellis á þessum voðalega heimi. Hann skoðar hann líka í sinni fyrstu bók Less than Zero frá 1985, sem kom út meðan hann var aðeins 21 árs.

Til gamans má geta að í bíómyndinni líkt og bókinni getur enginn af samstarfsmönnum hans munað hans raunverulega nafn, það er einfaldlega vegna þess að hið raunverulega nafn mannsins skiptir minna máli en til að mynda nafnið á Brioni jakkafötunum sem maðurinn gengur um í.

Geðrof sem táknræn gagnrýni á kapítalisma

Þegar öllu er á botninn hvolft táknar American Psycho dæmi um gagnrýni Slavoj Žižek á kapítalisma, hið ‘óþekkta þekkta’ (e. unknown knowns) sem stjórnar raunveruleika okkar:

Við vitum að leitin að efnislegum auð leiðir ekki til raunverulegrar hamingju, samt höldum við öll áfram að taka þátt í henni.

Geðrofsástönd Batemans er ekki annað en birtingarmynd þessa erfiðu og gröfnu sannleika sem brjótast í gegnum hreina, fínpússaða og auðskiljanlega veruleika okkar. Hann stendur hátt og áberandi sem gagnrýnandi afl á samfélag sem elur af sér svo óskaplegar langanir og þrár sem okkar, en er samt óvitandi um hlutverk sitt í því kapitalíska samfélagi sem hann býr.

Bitcoin

“I don’t believe we shall ever have a good money again before we take the thing out of the hands of government, that is, we can’t take it violently out of the hands of government, all we can do is by some sly roundabout way introduce something that they can’t stop.” – F.A. Hayek 1984, bitcoin unnandi.