Lillith eftir John Collier, 1889.
Inngangur: Hell is a teenage girl
‘Jennifer’s Body’, hryllings-grínmynd frá 2009 leikstýrð af Karyn Kusama og skrifuð af Diablo Cody. Þegar kvikmyndin kom út var hún annaðhvort talin heiladautt „cashgrab“ sem nýtti sér kynþokka Megan Fox til að selja sig (sem er umfjöllunarefni þessarar greinar) eða einfaldlega ágætis grínmynd. Ég hugsaði ekki mikið um hana þegar hún kom út og fannst hún einfaldlega „campy“ hryllingsmynd – en mjög góð engu að síður. Myndin er í dag álitin af mér og líklega fleirum sem hálfgerð sjálfsævisaga Megan Fox og ferils hennar í Hollywood. Myndin þjónar sem háðsádeila á ekki bara kvikmynda- og tónlistariðnaðinum heldur samfélaginu sjálfu. Hún kafar djúpt ofan í hlutgervingu kvenna, kvenfyrirlitningu, og væntingar samfélagsins af konum og að miklu leyti virkar myndin sem spegill á upplifun Fox af því að lifa í sviðsljósinu.
Við fyrstu mínútur myndarinnar tók ég strax eftir ákveðnum atriðum. Hún opnar á líkamsræktarmyndbandi frá áttunda áratugnum, þar sem karlkyns kennari sýnir hópi kvenna hvernig á að æfa rassvöðvana. Síðan fylgja tvær fyrstu línur myndarinnar sem hafa setið í mér síðan: “Hell is a teenage girl.” og “I’m not perfect, but I have my fans”.
Ég verð að játa að ég var ansi hissa – ég man ekki eftir því að þessi mynd hafi verið svona litrík í skrifum eins og hún er, ég átti erfitt með að vitna ekki stanslaust í hana meðan ég var að skrifa þessa grein. Það er ljóst að ég hafði skautað yfir hana án þess að gefa henni þann tíma og athygli sem hún átti skilið.
Frægð Megan Fox einkenndist af kynþokka hennar og líkamlegu aðdráttarafli hennar. Hún var oft minnkuð* niður í kyntákn, leikhæfileikar hennar og persónulegar skoðanir vísað á bug í þágu útlits hennar og í raun speglar saga Jennifer Check örlög Megan Fox sjálfrar. Titill myndarinnar er bókstafleg vísun í hvernig líkami hennar Jennifer er bæði dýrkaður og hataður vegna fegurðar hans.
“Maenads” eftir John Collier, 1886.
Djöflasamingur Hollywood
Í kvikmyndinni Jennifer’s Body er Jennifer Check klappstýra, hlutverk (sem í grunninn snýst nær eingöngu um að vera til sýnis)1 í menntaskóla sem breytist í sukkúbus2 og leggst á veiðir karla eftir að indí-rokkhljómsveit fórnar henni fyrir djöflinum í misheppnaðri tilraun til að öðlast frægðar. Myndin tjáir sig á táknrænan hátt um hlutgervingu og á vissan hátt kynferðislega misnotkun kvenna, sem endurómar sterklega* reynslu Fox í Hollywood, þar sem hún var oft notuð sem skrautmunur í stórmyndum.
Ég segi að þetta tengist kynferðislegri misnotkun kvenna í Hollywood á táknrænan hátt sérstaklega í ljósi frásagna kvenna sem við höfum heyrt frá Hollywood, þá sérstaklega í kjölfar MeToo-bylgjunnar, þar sást skýrt að oftar en ekki var ætlast til þess að konur fórnuðu kynferðislegu frelsi sínu til þess að meðal annars fá hlutverk í kvikmyndum, vera samþykktar og þannig öðlast frægðar.
Þrátt fyrir blendnar viðtökur myndarinnar í upphafi og slappa frammistöðu hennar í miðasölu hefur hún öðlast sinn stað á hillu költ kvikmynda. Áhorfendur hafa gefið ‘Jennifer’s Body’ endurskoðun með ferskum augum og loksins viðurkennt myndina sem skarpa ádeilu um eitruð áhrif ‘the male gaze’ og misnotkun kvenna (exploitation*) í fjölmiðlum.
Fórn
Senan þar sem Jennifer er fórnað segir sitt um feril Fox. Þetta er grótesk, ógeðfelldar ýkjur á því sem margar konur hafa gengið í gegnum í Hollywood og gangast enn undir: þeim er í óeiginlegri merkingu ‘fórnað’ fyrir velgengni karlkyns hliðstæðna sinna eða fyrir sinn eigin frama. Í tilfelli Fox var ferill hennar að mestu leyti skilgreindur af hlutverkum sem nýttu sér fegurð hennar á sama tíma og þau grófu undir leikhæfileikum hennar og persónuleika.
Ennfremur býður frásögnin af Jennifer’s Body gagnrýni á það hvernig samfélagið í heild sinni upplifir og kemur fram við konur, þá sérstaklega fallegar konur. Umbreyting Jennifer í hryllilegan mannætu-púka er táknrænt fyrir neikvæð viðbrögð samélagsins við ekki bara fegurð hennar, heldur viðbrögð fólks við konum sem stíga fram og segja frá upplifun sinni á karllægum heim Hollywood. Líta má á þessa umbreytingu sem útfærslu á ótta samfélagsins og andstyggð á voldugum eða og aðlaðandi konum.
Við búum í heimi sem að bæði fetishize’ar* og skrímslavæður fegurð og persónulegan styrk kvenna og Jennifer’s Body þjónar sem varúðarsaga. Líkt og Fox er sjálf Jennifer svívirt fyrir útlitslegt aðdráttarafl sitt og síðan refsað fyrir þá athygli sem hún vekur. Þessi grátbroslega endurspeglun á samfélagslegum viðmiðum og fordómum í garð kvenna, sem ætlast er til að þær falli að takmarkandi viðmiðum og þoli hlutgervingu.
Til að summa um, til samantektar virkar ‘Jennifers Body’ á mörgum mismunandi stigum, færandi okkur skemmtun en á sama tíma kafar hún ofan í djúp og erfið viðfangsefni á aðgengilegan hátt og skoðar þemu tengd kvennleika, fegurð og samélagsleg viðmið og eitrað eðli þess.