Kvikmyndin “Mean Girls,” eitt af klassísku unglinga gamanmyndunum frá 2004 virðist við fyrstu vera nokkuð stöðluð saga um félagsleg samskipti framhaldsskólafólks í bandaríkjunum. Það er auðvelt að vísa þessu meistaraverki kvikmyndagerðar á bug sem einfaldlega yfirborðskenndri háðsádeilu, mynd sem notar angist æsku, keppnissemi, ríg og plastkennda efnishyggju amerískra unglinga sem farartæki til að færa okkur - skulum segja - skáldlegt léttmeti. Hins vegar, ef við lýtum nær og skoðum betur byrjum við að rífa í sundur þennan ‘veneer’ og sjáum hvað hún er í raun og veru - djúpstæð og dulbúinn frásögn af stéttabaráttu sem er sögð innan sögusviðs úthverfamenntaskóla.
í þessari mynd táknar North Shore framhaldsskólinn smáheim samfélagsins (e. microcosm) þar sem flokkar/stétt (e. caste) (þeir mikilvægustu nefndir hér fyrir neðan) eru þjóðfélagsstéttirnar í samfélagi okkar. En ekki láta blekkjast að þetta séu stöðugar stéttir né hópar - línurnar á milli þeirra eru fljótandi og óskýrar, valdaójafnvægið mikið og breytilegt.
St
- Actual Human Beings
- The Plastics, Anti-Plastics, Junior Plastics
- The Art Freaks
- Asexual Band Geeks
- Asian Nerds
- Cool Asians
- Burnouts
- Desperate Wannabes
- Girls Who Eat Their Feelings
- J.V. Cheerleaders & Jocks
- Sexually Active Band Geeks
- Unfriendly Black Hotties
- Girls Who Don’t Eat Anything
- Varsity Jocks
The Plastics
Frá Marxísku sjónarhorni er Regina George betur þekkt sem býflugnadrottning “The Plastics”, holdgervingur kapítalísku borgarastéttarinnar. Aðgerðir hennar enduróma kenningu Marx um umframvirði þar sem hún (asserts) yfirráð sín með því að nýta þá sem eru í kringum hana. Hún gerir þetta með ofurvaldi sínu (e. Hegemony), ekki með efnahagslegu fjármagni, heldur með félagslegu og táknrænu félagslegu auðmagni, til dæmis vinsældum, yfirburðar fegurð, óaðfinnanlegu tískuskyni sem hún dreifir á milli þegna sinna á sínum eigin forsendum. Þessu er öllu haldið uppi með skýrum erfðavenjum, þær stýra því hver fær inngöngu í þennan litla valdaborði sem ræður yfir ‘vinsældarmarkaðinum’ með skrifuðum og óskrifuðum reglum (Á miðvikudögum skaltu klæðast bleiku, fyrirverandi kærastar eru ekki til ***).
Þetta ýtir undir þá hugmynd að ekki aðeins peningar tryggja völd - heldur er sá sem hefur áhrif á menningu og félagstengslin með raunverulegu völdin. Til hliðsjónar getum við litið á Gretchen Wieners sem kemur úr ‘Toaster Strudel’ heimsveldinu eins og hún nefnir það; líklegast ríkari fjölskyldu hennar Reginu.
Karen Smith á sama tíma er gott dæmi um einstakling sem græðir á kerfinu, en skilur það ekki né gagnrýnir - einfaldlega styrkir það með því að vera ómeðvitaður þáttakandi í því.
Hin alræmda ‘Brunabók’ (Burn Book) hennar Reginu er því ekki bara hin týpíska orðrómsmylla menntaskóla, heldur tæki hugmyndafræðilegs ríkiskerfis, sem ritstýrir og skilgreinir orðræðuna og ádeilu og styrkir stjórn hennar á þjóðfélagsskipan menntaskólans.
Cady Heron
Cady heron, nýliðinn frá Afríku, endurspeglar barnslegan skilning verkalýðsins á stéttabaráttu/nni. Þegar við kynnumst henni fyrst er hún óhlutdræg og ómeðvituð um hlutverk sitt í stóra samhengi samfélagsins og vill helst - á sinn eigin hátt - lifa utan þess. Þegar tíminn líður á sjáum við Cady hægt og rólega vitundarvakningu hennar á stéttardínamíkinni (e. class dynamics) sem ríkja.
Janis Ian: Lumpenproletariat eða hin ósamræmda andófshreyfing
Ef að Regina George er andlit hinnar kapítalísku yfirstéttar og Cady Heron andlit fölsku meðvitundar verkalýðsins, þá getum við litið á Janis Ian sem bylting sem misstekst - einhver sem reynir að kollvarpa ríkjandi kerfi, en endanlega nær því ekki. Þetta er í takt við það sem Marx kallar Lumpenproletariat 1, hina jaðarsettu, oft pólítískt sveiflukennda stéttina sem skortir skýra sýn á möguleikum sína til byltingar.
Ég tek þó fram að þetta var ekki alltaf / einungis jaðarsettur hópur heldur einnig sá sem oft gat verið snúinn gegn byltingunni með rétti hvöt eins og þegar Napóleon III studdist við lumpenproletariat til þess að ná völdum. Mörgum þætti þetta kannski hörð gagnrýni gegn henni en ástæðan fyrir því að Janis fellur í þessa mynd er vegna þess að bylting hennar er ekki skýr né skipulögð. Hún vill einungis brjóta niður Regina í hefndarskyni en hefur enga raunverulega framtíðarsýn um hvað skal koma í staðinn.
Marx vísaði á bug lumpenproletariat sem óáreiðanlega og ólíklega byltingarleiðtoga sem væru líklegri til að vera meðfylgjandi valdstéttum frekar en að leiða sanna byltingu 2
Janis ræður Cady sem einhvern til þess að laumast inn í hóp The Plastics til þess að valda óstöðuleika inann frá með notkun herkænnsku, efnavopnahernaðar, áróðursaðgerða, (skoða myndbandið). þrátt fyrir þetta lætur Cady undan völdum. Þetta endurspeglar hvernig byltingarhreyfingar endurtaka oft það sem þær reyna að taka í sundur, kerfið aðlagast en hrynur ekki, við sjáum það ekki fyrr en í enda myndarinnar að raunverulega leiðin til þess að valda byltingu er ekki með því að völsa* undir sig öll völd heldur endanlega gefa þau upp og dreifa á milli notenda** þess. [^6] Það mætti líta á þetta með ákveðnum fyrirvörum það sem Baudrillard kallar ‘Simulacrum of resistance’ þar sem andóf gegn kerfinu er ekki raunveruleg heldur er allri gagnrýni samþykkt og umbreytt af kerfinu til þess að styrkja sjálft sig.
Dæmi um simulacrum
Pönk var upprunalega andóf gegn kapítalísma, neysluhyggju og samfélagslegum viðmiðum. Nú til dags selja stórfyrirtæki rifnar gallabuxur og litað hár sem módel af neyslu frekar en andstöðu.
Þetta leiðir til það sem margir myndu kalla mild, mjúk, samþykkt eða örugg uppreisn.
Simulacrum
Þegar Cady tekur við af Reginu sem býflugnardrottningin á Janis ekkert annað val en að afhjúpa kerfið allt - ekki sem afgerandi byltingarathöfn, heldur örvæntingafulla rástöfun gegn kerfi sem er ósnortið. Frekar en að rífa niður stigveldið þvingar hún einfaldlega áfram endurdreifingu valds. Þegar Janis áttar sig á þessu kúplar hún sig algjörlega út og endurspeglar kenningu Debord um sjónarspilið - þar sem sönn mótspyrna er ekki náð með yfirráðum, heldur með að hafna leiknum. Það má deila um það hvort að bylting Janis var misheppnuð, eða hvort þetta var eini raunverulegi sigur hennar - að flýja kerfið.
Við getum litið á hliðstæðu úr sögunni sem hjálpartól, til dæmis Franska Byltinginn sem átti að enda konungsdæmi og kúgun þess í frakklandi leiddi á endanum til þess að Napóleon setti á stól nýtt keisaradæmi og einræðiskerfi.
Innrás
Innleiðing (raunar innrás) Cady í hóp hinna plastkenndu undir því yfirskyni að steypa Reginu George af stóli endurspeglar byltingu verkalýðsins, dæmigert fyrir sögulegar hreyfingar sem lenda í sömu gildru, sem dæmi má taka hvernig Sovétríkin börðust gegn arðráni konungsvaldsins en enduðu með því að búa til sitt eigið stéttaskiptakerfi með nýrri elítu.
Það má einnig lýta á það að svoleiðis að þessi ‘samúð’ sem Regina sýndi nýju stelpunni hafi verið strategía og hafi nýtt sér félagsleg yfirráð sín til þess að bjóða nýju stelpunni, hinum utanaðkomandi, inn í hóp sinn til þess að koma í veg fyrir hugsanlega ógn hennar - betur vinur en uppreisnarmaður.
Hins vegar, í stað þess að steypa kapítalísku borgarastéttinni af stóli, lætur Cady tælast af illum gripum hennar og er endanlega gleypt af valdataflinu sem endar með því að hún viðheldur sama kúgandi samélagskerfinu sem hún ætlaði sér að taka í sundur. Þetta er það sem Slavoj Zizek kallar ‘ofbeldi kerfisins’ jafnvel í okkar öflugustu tilraunum til að raska ríkjandi kerfi aðlagast það eindaldlega, oft völdugra en áður.
Samfélag sjónarspilsins
Guy Debord (og Ziźek) lýtur á hugmyndafræði sem sjónarspil og það má segja að þessi hugmynd lifni við í Mean Girls. Vordansinn, þar sem Cady er krýnd drottning, er hin fullkomna birtingarmynd 1‘Samfélag sjónarspilsins’ eftir Guy Debord. Það er þar sem Cady áttar sig á uppgerð/tómleika vinsælda sinna og grípur til áþreifanlegra aðgerða gegn sjónarspilinu með því að brjóta krúnuna og endurúthluta bronum molunum - tákni um vald og forréttindi - til bekkjarfélaga sinna. Bending þessi sýnir okkur í gegnum hugmyndafræðina - hún ekki bara að viðurkenna falska meðvitund, heldur gera eitthvað í málinu!
Mean Girls er óvænt, flókin myndlíking um stéttabaráttu og hugmyndafræðilega stjórn. Ádeiluleg framsetning framhaldskóla, vinsælda og valds endurspeglar samfélagslegt gangverk á lúmskan hátt en á sama tíma fullan af innsæi. Myndin sýnir okkur á snjallan hátt hvernig hugmyndafræðin síast inn í jafnvel það sem virðist við fyrstu sín saklausir partar eða þættir í samfélagi okkar og hvernig stéttarbarátta gegnir út fyrir hefðbundinn efnahagsmörk. Hins vegar skilur frásögnin okkur eftir með gagnýra spurningu - getum við nokkurn tíma raunverulega losnað úr þessu kerfi, eða er okkur ætlað að viðhalda þessum (structures), að eilífu föst í sjónarspili Plastsins.
Leiðrétting á valdahalla?